Um okkur

Rendur var stofnað af Skagfirðingnum Helgurut Hjartardóttur árið 2023 eftir að hafa verið hugmynd í alltof langan tíma. Nafnið Rendur kemur út frá því hvað Helgarut fýlar rendur mikið og á sama tíma á nafnið að ýta undir nýtingu okkar á garni. Rendur í allskonar litum passa svo vel inn í prjónles og þá er dýrmætt að eiga afganga til að nota í rendurnar, t.d. í regnbogalitum. 

Rendur sérhæfir sig í því að selja hágæða garn og fylgihluti, efla prjónasamfélagið og gleðina sem fylgið þessu áhugamáli.

Til sölu verður garn frá BC garn, Kelbourne Woolens og Isager einnig húðvörur frá Grums, Lille Kanine og þrifvörur frá På Stell. Grums, Lille Kanine og På Stell eru vörumerki sem framleiða hreinar lífrænar vörur sem bæði börn og fullorðnir geta notað. Engin eiturefni eru í sápunum og húðvörurnar með þeim hreinustu á markaðnum.

Öll þessi fyritæki eru "Fair trade" sem stuðlar að mannsæmandi launum verkafólks, viðunandi vinnuaðstæðum og bann við mismunun, nauðungarvinu og barnavinnu.