Aftur í rútínu og samprjón !

Að byrja að vinna aftur eftir sumarfríið hefur tekið aðeins meira á mig en vanalega. Mögulega er það aldurinn hver veit. Ég hef verið eins og leikskólabarn sem er að skipta yfir á deild eða barn í aðlögun. Rosalega uppgefin og þreytt eftir daginn. Kannski einhver sem tengir?

Það er nóg um að vera hjá okkur í versluninni, framkvæmdir á fullu og lagerinn uppi er að springa úr gleði að fá að hafa allt garnið á einum stað! 

Minni á að vefverslunin er alltaf opin og hægt er að fá hespurnar undar upp, það þarf að skrifa það í skilaboð um leið og pöntunin er gerð. Ef það gleymist heyri þið í mér og ég vind upp hespurnar!

Hver er þín rútína? Hvernig er það að komast aftur í rútínu hjá þér eftir sumarfríið?

Hvað er betra en að byrja haustrútínuna á því að prjóna jakkapeysu á þig í samprjóni með okkur  Að þessu sinni ætlum við að prjóna saman Jacket no 1 og 2 , peysurnar eru frá myfavouritethings-knitwear og fást uppskriftirnar þar m.a. á ensku eða dönsku.

Með afsláttarkóðanum Jacket fái þið 15% afslátt af garninu í peysurnar. 

Garntillögur í Jacket no 2. Peysan er prjónuð með tveim þráðum.

Jensen + Shetland, Alpaca 1 eða Mohair

eða

Scout + Shetland, Alpaca 1 eða Mohair

Garntillögur í Jacket no 1. Peysan er prjónuð með þrem þráðum.

Jensen + 2x Mohair eða 2x Alpaca 1

eða

Scout + 2x Mohair eða 2x Alpaca 1

eða með tveim þráðum 

Scout/Jensen + Soft Fine 

 

Samprjónshópurinn á Facebook er að finna hér. 

Til að fá aðgengi í facebook hópinn þarf að skrifa pöntunarnúmerið.

Hlakka til að sjá allar peysurnar ykkar. 

Aftur á bloggið

Skildu eftir athugasemd