Safn: Minuk
Við erum spennt að kynna Minuk sem er nýtt vörumerki sem er á leiðinni og mun vera fáanlegt bæði í vefverslun og í búðinni okkar.
Antje Arens stofnaði MINUK töskuvörumerkið árið 2011, eftir að hafa útskrifast sem hönnuður og unnið í auglýsingageiranum í einhvern tíma. Hún opnaði studíó í gömlu húsnæði í Hamborg-Altona þar sem allar töskurnar eru handgerðar með miklum áherslu á gæði og smáatriði. Ferlið við framleiðsluna, allt frá hönnun mynstra til sauma og klippingar leðurs, fer fram af Antje og litla teyminu hennar sem er ástríðufullt um "Slow Fashion" og sjálfbærni.
Vöruúrvalið hjá MINUK inniheldur einfaldar og hagnýtar canvas- og leðurtöskur, auk útgáfa í takmörkuðu upplagi, þar á meðal töskur innblásnar fyrir prjónið og hafa þær verið hluti af safninu síðan 2016. Antje leggur áherslu á handverk og hefur prjónað, unnið með "punch needle" og stundað DIY verkefni, sem hefur haft áhrif á þróun varanna.
Eftir að hún Antje varð mamma þróaði hún KiWa festingarnar, sem gerir það mögulegt að festa MINUK-töskur við handfang vagnsins á stílhreinan og þægilegan hátt. Festingarnar eru með karabínerkerfi og fjölbreyttu litavali, sem gerir vagninn stílhreinann og eykur notagildi hans.
Antje leggur mikla áherslu á sjálfbærni og vandað efnisval. Hjá MINUK eru afgangsefni nýtt á sem bestan máta og aðeins plöntu- og krómfrítt leður er notað. Leðrið, sem er opnporískt og án þéttandi litarlags, þróar með tímanum eigin patínu og gefur hverri tösku langvarandi gæði og tímalausa hönnun.