Safn: Kelbourne Woolens

Var stofnað árið 2008 af Courtney Kelly og Kate Gagnon Osborn. Árið 2017 gerðu þær sína eigin línu af garni undir línunni Kelbourne Woolens sem samanstendur af hágæða garni sem þú vilt nota aftur og aftur.

Verksmiðjan Kelbourne Woolens er GOTS vottuð. GOTS vottun tryggir að haldið sé ströngum umhverfisstaðli í verksmiðjum þeirra og að starfsmenn þeirra fái sanngjarna meðferð og fái samkeppnishæf laun sem hægt er að lifa á.